Vortónleikar Kirkjukórs Húsavíkur

Deildu þessu:

Kirkjukór Húsavíkur hélt tvenna frábæra vortónleika í kirkjunni í gærkvöldi ásamt þremur einsöngvurum við undirleik hljómsveitarinnar SOS. Kórinn flutti eingöngu veraldleg lög að þessu sinni við afskaplega góðar undirtektir. Stjórnandi var Judit György. Að baki þessum tónleikum liggur óbilandi bjartsýni á verkefnið og þrotlaus vinna sem þakka ber fyrir.  Þar sem ég sat undir þessari tónlistarveislu þá datt mér í hug að nú væri lag að efna til Þjóðlagaguðsþjónustu í Húsavíkurkirkju með Kirkjukórnum. Til hamingju með þetta framtak.