Gospelkórínn heldur tvenna tónleika í kvöld, 9. maí, í kirkjunni kl. 20 og 22. í fyrra urðu margir frá að hverfa vegna þess að kirkjan varð yfirfull. Að þessu sinni syngja tveir gestasöngvarar með kórnum. Aðgangseyrir er kr. 500 en kórinn fer í tónleikaferðalag til Svíþjóðar í lok ágúst og rennur eyririnn í ferðasjóð.Guðni Bragasson stjórnar kórnum og leikur á hljómborð ásamt fleiri hljóðfæraleikurum sem ýmist þenja súðir eða bassa. Nú er bara að drífa sig í kirkjuna í kvöld og skemmta sér, – fram á rauða nótt.