Vorið kemur heimur hlýnar- vorverk og tiltekt í kirkjugörðunum

Deildu þessu:

Kæru aðstandendur sem eigið ástvin/vini sem hvíla í Kirkjugörðum Húsavíkur.

Nú þegar gróður lifnar til lífsins er að mörgu að huga og vorverkin kalla. Leiði síga, veturinn sleppir tökunum fyrr á sumum svæðum garðanna, svo hægt er að byrja að huga að snyrtingu leiða og almennri umhirðu. Við minnum á og biðjum aðstandendur að líta í garðinn við fyrsta tækifæri og fjarlægja af leiðum t.d. jólaskreytingar og annað sem þið hafið ekki hugsað ykkur að hafa þar yfir sumartímann. Ruslatunnur eru á stæði fyrir framan Kirkjugarð. Bestu þakkir.