Mærumessa sem sóknarprestur stóð fyrir í skrúðgarðinum á Húsavík við Kvíabekk Sunnudaginn 27. júlí var vel sótt en 65 gengu til helgra tíða í helgidómi náttúrunnar í blíðum sólfarsvindi. Það er ljóst að þessi messa hefur fest sig í sessi sem liður í hátíðarhöldum Mærudaga. Almennur söngur var við undirleik Sigurðar Hallmarssonar og nið Búðarárinnar sem rann hjá. Messugestir tóku vel undir söng og tóku virkan þátt í víxllestri úr Davíðssálmum. sr. Sighvatur Karlsson leiddi messuna þar sem hann stóð fyrir framan fallegt blómstrandi Gullregn sem skapaði fallega umgjörð um athöfnina.