Vel heppnaðar fermingarbúðir

Deildu þessu:

Fermingarbörn frá Húsavík og Mývatnssveit dvöldu sólarhring í fermingarbúðum á Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn um helgina.   Þegar þau komu í búðirnar á föstudagskvöld var haldið í gönguferð í myrkrinu gegnum skóginn upp á Múlaheiði og til baka gegnum skóginn. Þar reyndi á þrautseigju barnanna og rósemi við óvenjulegar aðstæður. Daginn eftir fóru þau í kanóferðir á vatninu og nutu fræðslustunda. Matráður var Sólveig Hjaltadóttir frá Svalbarðseyri sem gaf öllum gott að borða.  Fermingarbúðirnar voru áfallalausar. Vert er að benda á að hægt er að leigja aðstöðuna við Vestmannsvatn tímabundið. Upplýsingar gefur Pétur Snæbjörnsson, Reynihlíð eða Helga Kristinsdóttir, Húsavík.