Veisla biskupshjónanna á Prestastefnu

Deildu þessu:

PrestastefnBiskupshjónin bjóða jafnan Prestastefnu til veislu að kvöldi annars dags stefnunnar. Hún var haldin miðvikudagskvöldið 25. apríl á hótelinu og heppnaðist með miklum ágætum.

Birna Friðriksdóttir flutti stórskemmtilegt og fróðlegt erindi þar sem hún sagði frá foreldrum sínum, sr. Friðriki og frú Gertrud og hvernig var að alast upp á þessum árum á Húsavík. Lára Sóley Jóhannsdóttir heillaði alla upp úr skónum með undursamlega fallegum fiðluleik við fallegan undirleik Aladars. Veislugestir risu allir úr sætum og hylltu þau. Þegar tekið var að svífa á gesti þá tók húsbandið við, skipað þeim Aðalsteini og Unnsteini Júlíussyni, Stefáni Helgasyni og Aladar Racz og tókst þeim hið ómögulega, að skapa slíka stemningu að veislugestir tóku að stíga dans milli borða og við sviðið. Var haft á orði að einn gesta hefði aldrei hætt sér út á gólfið á öldurhúsum borgarinnar. En nú gat hann ekki annað, slík var stemningin. /sk