Útvarpsmessa

Deildu þessu:

Guðsþjónustan n.k. sunnudag 18. maí kl. 11 verður tekin upp af ríkisútvarpinu og útvarpað sunnudaginn 29. júní kl. 11. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Kórinn mun m.a. syngja sálminn Í bljúgri bæn í sérstakri útsetningu og lagið Ó heilög elska við texta eftir sr. Friðrik A Friðriksson. Í ræðu sinni mun sóknarprestur fjalla um vald Guðs og manna. Sóknarprestur væntir þess að sóknarbörn fjölmenni á sunnudaginn í messuna.