Útför

Við undirbúning útfarar er að mörgu að hyggja, Guðný Steingrímsdóttir rekur útfarastofuna Ásjá á Húsavík og er í góðu samstarfi við starfsfólk kirkjunnar, hún hefur þá ásamt sóknarpresti umsjón með útför og sér um allan ytri umbúnað athafnarinnar og aðstoðar aðstandendur eins og kostur er.

Síminn hjá útfararstofunni Ásjá er: 8480261

Æskilegt er að hafa samband við prest sem fyrst, hvort heldur er, áður en haft er samband við útfarastofu eða  í beinu framhaldi þar af. Útfarardagur, tímasetning og kirkja er ákveðin í samráði við prest og útfararstofu.

Útför er sérstök tegund guðsþjónustu, þar sem látinn er kvaddur með bæn og þakkargjörð og falinn vernd Guðs í trú á sigur hins upprisna Drottins og frelsara. Bænin og orðið skipa öndvegið í útförinni og í þá þjónustu sækja aðstandendur sér styrk og huggun.

Form á útför getur verið breytilegt en oftast fer útför fram með eftirfarandi hætti:

  • Forspil, leikið á orgel

  • bæn, prestur flytur bæn frá altari

  • sálmur/tónlist.

  • ritningarlestur.

  • sálmur/tónlist.

  • ritningarlestur

  • sálmur/tónlist

  •  minningarorð

  • sálmur/tónlist

  • bæn og Faðir vor

  •  sálmur/tónlist

  • moldun 

  • Sálmur

  • blessun eftirspil og kista borin úr kirkju.

Þetta form eða þessu líkt er algengasta formið á útför. Stundum eru fengnir einsöngvarar eða einleikarar til að flytja tónlist.

Útför í kirkju: Við bendum sérstaklega á margskonar upplýsingar sem er að finna á vefnum utforikirkju.is