Upplýsingavefur um þjóðkirkju og stjórnarskrá

Deildu þessu:

Í morgun var opnaður upplýsingavefur um þjóðkirkju og stjórnarskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fer 20. okt. n.k.   Í atkvæðagreiðslunni er spurt:  Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Kirkjuráð ákvað á fundi sínum s.l. vor að opna upplýsingavef varðandi málið og var hann opnaður í morgun.  Slóðin er http://kirkjan.is/stjornarskra.

Eins og fram kemur á vefnum hafa bæði kirkjuþing og kirkjuráð ályktað á þann veg að hvetja til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskránni. Ég hvet sóknarbörn mín til þess að kynna sér efnið á þessum vef áður en til atkvæðagreiðslunnar kemur 20. október. Bestu kveðjur. sr. Sighvatur Karlsson