Um kl. 18 í gær héldu 31 fermingarbörn af stað með 20 söfnunarbauka og gengu í hús á Húsavík og söfnuðu peningum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Þau skiluðu síðan baukunum á veitingahúsið Sölku um kl. 20 þar sem sóknarnefnd kirkjunnar bauð þeim upp á pizzuhlaðborð.
Hafliði Jósteinsson, tengiliður sóknarinnar við Hjálparstarf kirkjunnar ávarpaði börnin í kirkjunni áður en þau fóru af stað og hvatti þau til dáða. Sóknarprestur tók glaðbeittan hóp drengja með sér í bíltúr og ók þeim á bæi í suðurhluta sveitarfélagsins Norðurþings. Börnunum var mjög vel tekið í heildina litið en alls söfnuðust kr. 205.170. Foreldri eins fermingarbarnsins kom með poka fullan af klinki í kirkjuna áður en börnin fóru af stað.Ef einhverjir misstu af börnunum í gær en vilja leggja eitthvað til þá má leggja inn á reikning 1150-26-56200. Kt. 450670 0499. Hjálparstarfið ver fjármununum til að styrkja margvísleg þróunarverkefni í Afríku, m.a. vatns,-og sjálfshjálparverkefni.Hægt er að fylgjast með verkefnum Hjálparstarfsins á vefnum www.help.is