Tónleikar þriðjudagskvöldið 25. júní kl. 20.00

Deildu þessu:

Húsvíkingurinn Elvar Bragason verður með tónleika í Húsavíkurkirkju ásamt frábærum gestum þriðjudagskvöldið 25. júní kl 20:00

Elvar mun þar flytja lög ásamt gestum af diskunum Minningar og Kveðja sem hafa að geyma lög eftir Elvar og einnig mun hann taka lög af væntanlegum disk sínum “Nýr dagur”. diskarnir eru allir gefnir út til minningar um þá sem hafa tekið líf sitt og dáið langt fyrir aldur fram.

Gestir Elvars á tónleikunum verða Gunnar Illugi Sigurðsson á trommum , Hallgrímur Sigurðsson Bassa, Brynjar Baldursson gítar, Svava Steingrímsdóttir , Harpa Steingrímsdóttir og Anna Sofía Gærdbo söngur og prinsessurnar Dagný , Guðrún María og Emilía Guðrún söngur.

Allur ágóði af tónleikunum rennur til forvarnarsamtakanna Lífsýn Fræðsla Og Forvarnir sem er rekið af Elvari og Önnu Sofíu Gærdbo.

Samtökin hafa það að markmiði að byggja upp einstaklinga sem hafa orðið fyrir einelti og öðrum áföllum í lífinu.

þessir Tónleikar Elvars bera nafnið “ÉG skipti máli” og er til að vekja umfjöllun um Eineltisforvarnir.

Aðgangseyrir er aðeins 1000 krónur.

vonumst til þess að sjá sem flesta

“Stöndum saman gegn einelti”