Tónleikar Stúlknakórs Húsavíkur í kirkjunni í kvöld

Deildu þessu:

Stúlknakór Húsavíkur heldur sína árlegu jólatónleika miðvikudagskvöldið 9.desember kl.20 í Húsavíkurkirkju.  Gestasöngvari verður Stebbi Jak. og undirleikari Snæbjörn Sigurðsson. Verð kr. 1500 (Frítt fyrir 10 ára og yngri)
 Stúlknakórinn er í fjáröflun vegna fyrirhugaðrar ferðar til Danmerkur í vor. Þar mun kórinn taka þátt á norrænu kóramóti ásamt 500 öðrum unglingum. Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum. Fjölmennum