Tónleikar á föstudagskvöld í kirkjunni

Deildu þessu:

Föstudagskvöldið 13. ágúst kl. 20 verða langþráðir sumartónleikar í kirkjunni. Þá heimsækja sunnlendingar kirkjuna og fylla hana fögrum hljómum frá orgeli, trompet og sópranrödd. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel kirkjunnar, Jóhann Stefánsson þenur trompetið og Margrét Stefánsdóttir miðlar sópranrödd sinni til áheyrenda sem verða vonandi fjölmargir enda ekki á hverjum sumardegi sem tónleikar eru haldnir í kirkjunni. Ég hvet húsvíkinga og nærsveitafólk til að fjölmenna. Aðgangur er ókeypis.