Tíu til tólf ára starfið, – TTT

Deildu þessu:

Starf fyrir tíu til tólf ára börn í sókninni hófst að nýju í lok október. Katrín Ragnarsdóttir tók að sér að leiða starfið. Skemmst er frá að segja að starfið hefur gengið mjög vel en 30-40 börn á þessum aldri sækja að staðaldri samverustundirnar í Kirkjubæ síðdegis á fimmtudögum. Katrínu til aðstoðar hefur verið Sæunn Kristjánsdóttir. Stefnt verður að því að barnastarf kirkjunnar fari frá haustmánuðum fram í Bjarnahúsi að afloknum framkvæmdum innan dyra sem senn verður ráðist í. Það verður mikil lyftistöng fyrir safnaðarstarfið að fá Bjarnahús í gagnið.