Tíu til tólf ára starf

Deildu þessu:

Húsavíkurkirkja býður nú upp á starf fyrir tíu til tólf ára starf á föstudögum í Bjarnahúsi frá kl. 16.00 til 17.00.  Um 90 börn eru í þessum aldurshópum í sókninni. Ég bið foreldra að ræða við börnin sín og minna þau á þetta skemmtilega starf sem er að hefjast. Umsjón: Sóknarprestur, Eva Matthildur, Telma Rós og Héðinn Grani sem spilar á gítar.