Sunnudagaskólinn

Deildu þessu:

Sunnudagaskólinn hefst Sunnudaginn 4. október kl. 14 í kirkjunni. Fyrst um sinn verður skólinn á þessum tíma en þegar Bjarnahúsið verður tekið í notkun þá verður skólinn kl. 11. Börn eru hvött til að taka tuskudýrin sín með sér í sunnudagaskólann í vetur. Í skólanum í kirkjunni læra börnin skemmtilega hreyfisöngva, hlusta á biblíusögur og fá að lifa sig inn í þær. Þá læra þau fallegar bænir. En sjón er sögu ríkari. Starfsfólkið tekur vel á móti unga fólkinu.