Sunnudagaskóli Húsavíkursóknar hefst Sunnudaginn 14. október kl. 11 í Bjarnahúsi. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna með börnin. Umsjón hefur sóknarprestur með fermingarbörnum. Að þessu sinni fá börnin fjársjóðskistu til eignar sem þau geta safnað ýmsu ,,gulli” í í vetur. Brúðuleikritið verður á sínum stað, biblíusagan og skemmtilegir hreyfisöngvar. Þá geta þau hreyft sig undir dillandi krakkagospel lögum sem leikin verða af dvd í skólanum. En sjón er sögu ríkari. Verið velkomin með börnin.