Sunnudagaskólinn hefst n.k. sunnudag 10. október

Deildu þessu:

Sunnudagaskóli Húsavíkurkirkju hefst í Bjarnahúsi n.k. sunnudag 10. október kl. 11 fyrir hádegið. Mikill söngur, biblíusaga, brúðuleikrit, leikir, bænir og samtal. Við hvetjum börn og foreldra, afa og ömmur og aðra til að mæta og eiga góða stund með okkur. Tökum vel á móti sr. Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur, Þverá í Reykjahverfi sem ráðin hefur verið til að hafa umsjón með sunnudagaskólanum og tíu til tólf ára starfi kirkjunnar í vetur. En hún starfaði um árabil í sunnudagaskóla Akureyrarkirkju við góðan orðstýr. Leiðtogar í æskulýðsstarfi kirkjunnar í vetur verða Axel Flóvent, Gunnar Ingi og Brynjar á gítar. Aðrir: Lílkja Björk, Helga Gunnars og Inga Ósk.  Fjölmennum með börnin í sunnudagaskólann í vetur.