Sunnudagaskólinn hefst aftur 7 febrúar

Deildu þessu:

Sunnudagaskólinn hefst aftur sunnudaginn 7 febrúar kl. 11.00 í Bjarnahúsi. Hann verður í umsjá sóknarprests og fermingarbarna. Ágúst Þór Brynjarsson, framhaldsskólanemi mætir með gítarinn. Skólinn verður á hálfs mánðar fresti fram á vor. Þess er vænst að foreldrar fjölmenni með börnin og auðvitað eru afar og ömmur velkomin með barnabörnin.