Sunnudagaskólinn hefst á ný í Bjarnahúsi !!

Deildu þessu:

Sunnudagaskólinn er gæðastund með börnum og fullorðnum. Þar sem við syngjum saman, heyrum biblíusögur, förum í létta leiki og biðjum saman. Börnin fá mynd til að lita, fjársjóðskistu sem þau safna biblíukortum í og oft fylgir límmiði. Afmælisbörn hvers mánaðar fá litla gjöf frá kirkjunni, bókina Katla og Ketill slá í gegn eða Bænabók barnanna. Brúðuleikrit eru líka yfirleitt á dagskrá, oft koma Rebbi refur og Mýsla í heimsókn. Að samveru lokinni er heitt kaffi á könnunni fyrir fullorðna fólkið og tími til að spjalla, en börnin fá djús og ávexti og mörg þeirra vilja gjarnan lita biblíumynd sem þau fá.

Umsjón með sunnudagaskólanum hafa sr. Sólveig Halla og Heiðrún Magnúsdóttir, en ásamt þeim koma líka Frímann ,,kokkur” Guðrún Torfadóttir sem leika á gitar og eins verður Guðrún Jóns, eða Gunna Jóns eins og flestir þekkja hana, okkur innan handa í vetur. Alltaf vantar undirleikara í sunnudagaskólann svo endilega hafið samband við sóknarprest ef þið gætuð aðstoðað í 1-2 skipti í vetur.

Hlökkum til að sjá ykkur