Á Sunnudag hefst sunnudagaskólinn aftur í Bjarnahúsi kl. 13.00. Það er afar brýnt að fara vel af stað aftur og óska ég eftir liðsinni foreldra í þeim efnum með því að fjölmenna með börnin. Hreyfisöngarnir verða á sínum stað, bibilíusagan og brúðuleikhúsið. Skólinn er í umsjá sóknarprests og fermingarbarna og Héðinn og Ágúst leika á gítar til skiptis. Sjáumst hress.
