Sunnudagaskólinn 9 nóvember

Deildu þessu:

Sunnudagaskólinn hefur gengið glimrandi vel á Húsavík í haust, reyndar á landsvísu að sögn þeirra sem stýra Skálholtsútgáfunni sem gefur út fræðsluefni þjóðkirkjunnar. Útgáfan er  til húsa á Laugavegi 31 í Kirkjuhúsinu.  Útgáfan hefur ekki undan að prenta efni fyrir yngstu árgangana sem sækja sunnudagaskólann.  Á sunnudaginn kemur verður sunnudagaskólinn í Bjarnahúsi kl. 11.00. Að þessu sinni mun Helena og Isabella sjá um skólann ásamt fermingarbörnum og eru foreldrar hvattir til að fjölmenna með börnin. Um 80 sóttu Bjarnahús síðasta sunnudag.