Sunnudagaskólinn 1 í aðventu, 1. desember

Deildu þessu:

Ég hvet foreldra til að fjölmenna með börnin í Sunnudagaskólann í Bjarnahúsi 1 í aðventu, 1.desember kl. 13.00.  Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá þar sem við við syngjum jólalög og hlustum á söguna af því þegar engillinn vitjaði Maríu.  Rebbi refur verður á sínum stað í brúðuleikhúsinu. Við stígum dans með Tófu og förum með bænirnar okkar. Börnin fá svo að föndra engil í lok samverunnar til að taka með sér heim. Höfum gaman saman á aðventuunni. Athugið foreldrar að fyrirhuguð er svo heimsókn á Dvalarheimilið Hvamm annan í aðventu 8 desember þar sem sunnudagaskólinn fer fram á annarri hæð kl. 13.00.  Fjölmennum á báðar þessar samverustundir með börnin.