Sunnudagaskóli á Pálmasunnudag

Deildu þessu:

Á Pálmasunnudag, 24. mars verður sunnudagaskóli í Bjarnahúsi kl. 11. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá við hæfi barna. Fagnaðarboðskapnum komið til skila með margmiðlun, tölvu og skjávarpa, í tali og tónum.  Hreyfisöngvar, biblíusaga, krakkagospel, leikur í lokin. Fjölmennið með börnin og barnabörnin.