Sunnudagaskóli 28. október í Bjarnahúsi

Deildu þessu:

Sunnudagaskóli verður í Bjarnahúsi sunnudaginn 28. október kl. 11. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í umsjá sr. Jóns Ármanns Gíslasonar, prófasts á Skinnastað en sóknarprestur er í leyfi.  Biblíufræðsla og hreyfisöngvar, Krakkagospel og bænir.  Rúmlega 30 sóttu síðasta sunnudagaskóla. Fjölmennið með börnin.