Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sunnudag, 24. janúar, í Bjarnahúsi kl. 14. Gengið inn um kjallaradyr. Bóas, Magnea, Lilja og sr. Sighvatur taka vel á móti börnunum og foreldrum. Við syngjum alveg bráðskemmtilega hreyfisöngva, hlustum á sögu úr gamla testamentinu, förum í stuttan leik. Síðan verður bænastund og djús og dund í lokin. Prestakaffi fyrir foreldra.
