Sunnudagaskóli 10 nóvember

Deildu þessu:

Í sunnudagaskólanum á morgun  mun hin óviðjafnanlega Tófa kenna börnunum Tófudansinn sinn og Rebbi og Gulla gæs fara í spurningaleik með börnunum. Að sjálfsögðu syngjum við hreyfisöngva, hlýðum á sögu og biðjum bænirnar okkar og spjöllum saman og höfum gaman saman. Sjáumst hress í Bjarnahúsi á morgun kl. 13.00 !