Sungið fyrir kirkjugesti í morgun

Deildu þessu:

Sunnudagaskólabörn sungu fyrir kirkjugesti í guðsþjónustu í morgun áður en þau héldu út í Bjarnahús í fylgd sr. Sólveigar Höllu Kristjánsdóttur sem hefur umsjón með skólanum og öðrum leiðtogum. Um eitt hundrað manns sóttu guðsþjónustuna í upphafi.

Foreldrar barnanna fylgdu þeim svo yfir í Bjarnahús þar sem börnin fengu fræðslu við sitt hæfi. Það er óhætt að segja að sunnudagaskólinn fari vel af stað í haust og eru foreldrar hvattir til að vera duglegir að koma með börnin í sunnudagaskólann.