Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn 50 ára – afmælishátíð á morgun

Deildu þessu:

Afmælishátíð verður haldin við Vestmannsvatn 21. september næstkomandi og hefst hún kl. 14.00 með guðsþjónustu í matsal. Tilefnið er að þann 28. júní árið 1964 vígði hr. Sigurbjörn Einarsson biskup sumarbúðir við Vestmannsvatn að viðstöddu miklu fjölmenni. Það voru þeir fyrrum biskupar hr. Pétur Sigurgeirsson og sr. Sigurður Guðmundsson sem hrundu þessari ágætu sumarbúðahugmynd af stað við vatnið heilnæma á sínum tíma.

Það hefur því verið kristnilíf við Vestmannsvatn í hálfa öld. Í dag þjónar staðurinn sem kirkjumiðstöð fyrir Eyjafjarða-og Þingeyjarprófastsdæmi og margvísleg verkefni fyrir börn og ungmenni eiga sér þarna stað einkum yfir sumartímann. Staðurinn á sér ófáa velunnara sem verða auðfúsugestir við þessa hátíð og vonum við að sem flestir geti látið sjá sig. Gott er að láta formann stjórnar kirkjumiðstöðvarinnar sr. Bolla Pétur Bollason í Laufási vita af þátttöku á netfangið bolli@laufas.is Guð blessi tilefnið og bjarta hátíð framunda

Bæklingur í tilefni dagsins má sækja hér á Pdf-formi