Styrkir frá Hjálparstarfi kirkjunnar

Deildu þessu:

Hjálparstarfið hefur samstarf við fjölmarga aðila sem bæði miðla styrkjum innanlands í gegnum Hjálparstarfið og þiggja styrk frá stofnuninni. Þess nýtur fólk um land allt og á öllum aldri þ.e. bæði barnafjölskyldur, einstaklingar og ellilífeyrisþegar.

Velferðasjóður íslenskra barna hefur veitt styrki í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar undan farið ár sem ætlaðir eru börnum utan Reykjavíkur. Þessar gjafir vekja mikla gleði og ánægju, hvort sem börnin velja að fara í sumarbúðir, á fótboltamót, að kaupa hjól, línuskauta eða fara á reiðnámskeið. Á haustin úthlutar Hjálparstarfið einnig styrkjum frá Velferðasjóðnum. Þeir eru til foreldra vegna útgjalda í skólabyrjun. Áhersla er á ungmenni á aldrinum 16-18 ára sem þurfa að greiða skólagjöld og bókakostnað. Sorpa hefur einnig gefið til þessa málefnis fjármuni og stutt aðra skjólstæðinga með afsláttarkjörum í verslun sinni Góða hirðinum. Fólk er beðið um að leita til sinna sóknarpresta varðandi umsóknir í þessum efnum.