sr. Sighvatur opnar málverkasýningu

Deildu þessu:

Laugardaginn 5. maí opna ég fyrstu einkasýningu mína í Safnahúsinu á Húsavík, þriðju hæð.  Þar sýni ég um 50 málverk, flest unnin á síðast liðnum 12 mánuðum, unnin í olíu,akryl og vatnslit með blandaðri tækni. Ég hef sótt helgarnámskeið frá 1996 til þessa dags m.a. hjá Erni Inga Gíslasyni, Akureyri, Kristínu Blöndal, myndlistarkonu, Reykjavík og á síðast liðnu ári hjá Daða Guðbjörnssyni,Soffíu Sæmundsdóttur og Derek Mundell. Ég er formaður Myndlistaklúbbs Húsavíkur og félagi í Félagi frístundamálara. Sýningin er opin daglega til 11. maí frá kl. 15.00 – 18.00. Verið velkomin

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík