Söngperlur að sumri

Deildu þessu:

 

Tónleikar í Húsavíkurkirkju, sunnudaginn 14. Júlí kl. 17:00

Aðgangseyrir kr. 1500,-

 

Svafa Þórhallsdóttir, söngkona og Esben Nordborg Möller, flytja verk eftir Mendelsohn, Brahms og Grieg.

Þar að auki munu þau flytja íslenskar söngperlur m.a. eftir Kaldalóns, Atla Heimi og Jón Nordal.

Í lok tónleikanna verður samsöngur þar sem tónleikagestum gefst tækifæri á að syngja með.

Ekki missa af notalegri tónleikastund í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 14.júlí  kl. 17:00

 

Um tónleikahaldara:

Bæði hafa lokið námi frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn og taka þau virkan þátt í tónlistarlífinu í Danmörku.

Svafa starfar sem söngkona, kórstjóri og tónmenntakennari og Esben fæst við tónsmíðar og orgelleik.

 

Ekki skemmir að geta þess að Svafa rekur ættir sínar til Húsavíkur.  Barnabarnabarn Lúðvíks og Rúnu í Bala.

 

Gaman væri að sjá heimafólk sem aðra fjölmenna á tónleika þessa og taka virkilega vel á móti langt aðkomnu listafólki.