Sóknarprestur birtir minningarræðu um Gertrud Friðriksson

Deildu þessu:

Sóknarprestur hefur ákveðið að birta valdar minningarræður á vefsíðu Húsavíkurkirkju, ekki síst vegna geysilega mikils heimildagildis þeirra. Minningarræða Sigurðar Péturs Björnssonar var fyrst til að birtast á vefnum. Nú kemur fyrir sjónir almennings ræða sem flutt var yfir moldum Gertrud Estrid Elise Friðriksson sem gift var Friðriki A Friðrikssyni fyrrv. prófasti sem þjónaði hér á Húsavík frá 1933 til 1964, eftir það um 8 ára skeið í Hálsprestakalli. Á morgun 4. júní eru 83 ár síðan þau gengu í hjónaband. Þess má geta að ræðan er önnur líkræðan sem sóknarprestur samdi en hann var vígður til Húsavíkurprestakalls 5. október 1986. Ræðuna er að finna hér.