Skilaboð varðandi samkomubann og áhrif þess á kirkjustarfið

Deildu þessu:

Í ljósi samkomubannsins sem stjórnvöld hafa sett á og tekur gildi aðfararnótt mánudagsins 16. mars eru hér mikilvægar tilkynningar varðandi safnaðarstarfið í Húsavíkurkirkju
1. Mottumars- messa sem vera átti þann 22.mars fellur niður
2. Sunnudagaskólinn er kominn í ótímabundið hlé.
3. Engar helgistundir verða á Dvalarheimilinu Hvammi á meðan samkomubannið er í gildi.
4. Fermingarathafnir sem vera áttu Pálmasunnudag (5. Apríl) og Skírdag ( 9.apríl) falla niður. Stefnt er að því að fermingarathöfnin á Hvítasunnu fari fram, enda verði þá búið að aflétta samkomubanni, gangi fyrirætlanir yfirvalda eftir. Verði bannið framlengt getur fólk valið sér annan dag. Mögulegt er nú að bæta við fleiri fermingarbörnum á Hvítasunnu. Verið er að vinna að því að bjóða upp á aðra daga í sumar. Tölvupóstur mun berast svo fljótt sem þau mál skýrast.
5. Fólki er ráðlagt að fresta skírnum og hjónavígslum en þær sem fara fram á meðan samkomubann gildir verða með þeim takmörkunum sem af því hlýst.
6. Útfarir geta farið fram frá kirkjunni en þeim verður að haga í samræmi við ákvæði samkomubannsins.
7. Settur sóknarprestur, er til viðtals á þriðjudögum – föstudaga, ekki þarf að panta tíma vilji fólk koma fyrir hádegið, en betra er að hringja á undan sér, vilji maður koma eftir kl. 13.00. Síminn á skrifstofunni er 464 1317