Skemmtilegt á Páskavöku

Deildu þessu:

Undir sem aldnir skemmtu sér vel á Páskavökunni í Húsavíkurkirkju á laugardagskvöld. Mörgum þótti áhrifaríkt þegar Páskaljósið barst til sín í rökkvaðri kirkjunni og að fá síðan yfir sig vatnskross. Þá mátti sjá bros á mörgu andlitinu. Hrólfur kokkur gaf kirkjugestum að smakka Páskalamb. Allir fengu síðan páskaegg í kirkjudyrum þegar heim var haldið. Tilefnið var ríkt til að gleðjast saman um miðnættið. Kristur er upprisinn. Sannlega upprisinn.