Það var hvítalogn á Húsavík á sjómannadaginn 1. júní þegar messað var í kirkjunni. Sóknarprestur fermdi tvíburana, Halldór Geir Heiðarsson og Helgu Björk Heiðarsdóttur en faðir þeirra er sjómaður. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn kirkjuorganistans Judit György. Kirkjukórinn söng lagið Sjómannaminning, mjög fallegt lag. Þökk sé þeim sem sóttu messuna sem var hátíðleg og vel flutt af kirkjukórnum. Ræðu sóknarprests er að finna hér.