Hinn 1. nóvember 2010 voru Þingeyjar- og Eyjafjarðarprófastsdæmi sameinuð í nýtt prófastsdæmi sem nefnist Eyjajfarðar-og Þingeyjarprófastsdæmi. Það nær frá Siglufirði í vestri til Bakkafjarðar í austri. Biskup Íslands skipar nýjan prófast 1. febrúar en prófastur er tilsjónarmaður biskups Íslands með kristilegu starfi í prófastsdæminu. Hér getur að líta vefsíðu Eyjafjarðarprófastsdæmis. Eins og sjá má mun verða boðið upp á áhugavert samskipta námskeið í Bjarnahúsi Sunnudaginn 30. janúar í framhaldi af messu sem hefst kl. 11. Djákninn í Glerárkirkju Pétur Björgvin Þorsteinsson mun kynna námskeiðið í guðsþjónustunni og standa síðan fyrir stutt námskeiði í safnaðarheimilinu Bjarnahúsi sem hefst kl. 12.30 að afloknum léttum hádegisverði. Verið velkomin
