Guðsþjónusta verður n.k. sunnudag 17. október kl. 11. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György og sóknarprestur þjónar. Að þessu sinni hefst sunnudagaskólinn í guðsþjónustunni þar sem börnin ætla að syngja fyrir kirkjugesti. Síðan fá þau fylgd leiðtoga út í Bjarnahús þar sem skólinn heldur áfram. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Að lokinni dagskrá verður sameiginlegur kaffisopi / djús og maul ( smáhressing í föstu formi) í Bjarnahúsi.