Sálgæsla

Sóknarprestur er til viðtals á skrifstofunni í Bjarnahúsi á þri. – fim.  milli klukkan 10.00 -12.00, eða eftir samkomulagi ef ekki er hægt að nýta þennan tíma. Gott er að hringja á undan eða senda tölvupóst. Sálgæsla er öllum opin og öllum að kostnaðarlausu. Hún er trúnaðarsamtal milli prests og þess sem óskar eftir viðtali.

En hvað er sálgæsla?

Sr. Vigfús Bjarni Albertsson hefur svarað spurningunni hvað er sálgæsla með eftirfarandi hætti:

,,Sálgæsla er að mæta manneskjunni þar sem hún er stödd hverju sinni. Í

Mannskilningi kristinnar trúar lítum við á manneskjuna sem hún sé alltaf í

tengslum við sjálfa sig, annað fólk og sinn guð. Sálgæsla virðir trúnað við fólk

og hvar það er statt. Samtalið í sálgæslunni er heilagt sem þýðir að það er

frátekið fyrir trúnað. Í sálgæslunni notum við okkar kristna mannskilning og

einnig skilning okkar á fræðum nútímans, fjölskyldu-, meðferðar- og

áfallafærðum. Sálgæslan er líka hugtak sem virðir ólíkar lífsskoðanir fólks og

hvar það er statt með sína tilvistarmynd.”


Sálgæsluþjónusta snýst að vissu leyti um speglun, hún er ekki meðferð, prestur meðhöndlar engan og segir engum hvað gera skuli heldur lánar hann sjálfan sig sem spegil í samtalinu svo að viðkomandi geti séð eigið líf skýrar eða í stærra samhengi