Sagan

Sunnudagaskólinn hefst á ný í Bjarnahúsi !!

Sunnudagaskólinn er gæðastund með börnum og fullorðnum. Þar sem við syngjum saman, heyrum biblíusögur, förum í létta leiki og biðjum saman. Börnin fá mynd til að lita, fjársjóðskistu sem þau safna biblíukortum í og oft fylgir límmiði. Afmælisbörn hvers mánaðar fá litla gjöf frá kirkjunni, bókina Katla og Ketill slá í gegn eða Bænabók barnanna. Brúðuleikrit eru líka yfirleitt á dagskrá,

Lesa meira

Andlát og útför

Sófus  Páll Helgason lést á Tenerife þann 12. september. Útförin fer fram í Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 5. október kl. 14:00

Lesa meira

Andlát og útför, Sigríður Atladóttir

Sigríður Atladóttir frá Laxamýri lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands 1. september. Útförin fer fram í Húsavíkurkirkju mánudaginn 12. september kl. 11:00

Lesa meira

Kynningarfundur um fermingarfræðsluna vetur 2022-23

Miðvikudaginn 7.september kl. 16.30 eru ungmenni fædd árið 2009 og foreldrar/forráðamenn þeirra boðin velkomin til fundar í Húsavíkurkirkju um fermingarfræðslu vetrarins. Kynnt verður fyrirkomulag fræðslunnar, fermingarbarnamót sem haldið verður í lok september. Fermingardagar vorið 2023 eru 6.apríl sem er Skírdagur og 28.maí sem er Hvítasunnudagur . Að fundi loknum verður hægt að skrá sig.

Lesa meira

Sumarleyfi sóknarprests

Sóknarprestur Húsavíkurkirkju er í sumarleyfi frá 18.júli til 8.ágúst. Á meðan leysir sr. Jón Ármann Gíslason, sóknarprestur á Skinnastað og prófastur, af. Síminn hans er 866 2253 og jon.gi@kirkjan.is og skinnast@gmail.com

Lesa meira

Hásláttur 2022 og Kærleiksstund, lau.kvöld 23.7 kl. 21.-00-22.30

Hásláttur 2022 - sönghátíð Möggu Pálma Verið öll hjartanlega velkomin, stund til að njóta yndislegrar tóna og fylla sálina fegurð og hlýju. Og að lokum í beinu framhaldi verður það sem við köllum Kærleiksstund, hlýðum þa á hugljúf og falleg orð og Magga Pálma og listafólk hennar flytja nokkur lög á milli lestranna.  

Lesa meira

Andlát

Kristján Friðgeir Kárason frá Ketilsstöðum lést miðvikudaginn 13. júlí. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 25.júlí kl. 14.00

Lesa meira

Andlát og útför

Hrefna Steingrímsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Hvammi mánudaginn 4. júlí. Útför fer fram í Húsavíkurkirkju þann 29. júlí kl. 11:00

Lesa meira

Andlát og útför

Hreinn Einarsson lést á Skógarbrekku sunnudaginn 3 júlí. Útför fer fram í Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 13. júlí kl. 14:00

Lesa meira

Andlát og útför

Skarphéðinn Jónas Olgeirsson lést föstudaginn 24 júní. Útförin fer fram í Húsavíkurkirkju mánudaginn 4. júlí kl. 14:00

Lesa meira

Skírnir

Skírð var þann 14.maí, Saga Steindórsdóttir. Foreldrar hennar eru Hulda Þórey Garðarsdóttir og Steindór Sigurgeirsson. Skírnarvottar voru Rebekka Kristín Garðarsdóttir og Anna Sigríður Sigurgeirsdóttir. Skírnarathöfnin fór fram í Húsavíkurkirkju að morgni en Saga fermdist síðar sama dag. Þann 19.júní var Ottó Bjarni Atlason skírður. Foreldrar hans eru Atli Hreinsson og Bjarney María Bjarnadóttir. Skírnarvottar voru Hreinn Hjartarson, Pétur Jónatan Kelly

Lesa meira

Aðalfundur 2022

Aðalsafnaðarfundur Húsavíkursóknar   Aðalfundur Húsavíkursóknar verður haldinn Í Bjarnahúsi, miðvikudaginn 29. Júní 2022 og hefst kl. 20:00 Venjuleg aðalfundarstörf.   Verið velkomin á fundinn. Sóknarnefnd Húsavíkursóknar.

Lesa meira

Sjómannadagurinn 12.júni 2022

Sjómannadagur 12. júní  Samverustund kl. 13.30 við minnisvarðann um látna sjómenn., sunnan við Húsavíkurkirkju.  Kirkjukórinn syngur lög undir stjórn Attila Szebik og lagður verður blómsveigur að minnisvarðanum .  sr. Jón Ármann Gíslason leiðir stundina. Kaffi og veitingar í Hlyn að stund lokinni. "  … Sjómannadagurinn 12.júni 2022Read More »

Lesa meira

Fermingarmessa á Hvítasunnudag kl. 11.00

Sunnudaginn 5.júní, Hvítasunnudag sem er hátíð heilags anda, munu 6 ungmenni fermast. Allir eru hjartanlega velkomnir til messu, við gleðjumst og biðjum fyrir fermingarbörnunum.

Lesa meira

Andlát og útför.

Sigvaldi Gunnarsson, Litlahvammi 9, lést mánudaginn 30.maí á sjúkrahúsinu á Húsavík. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 10.júní kl. 14.00  

Lesa meira

Nýjir starfsmenn

Tilkynning frá stjórn Húsavíkursóknar. Ráðin hafa verið í starf Kirkju-/kirkjugarðsvarðar og meðhjálpara, Rosa Maria Millan Roldan og Kristján Arnarson frá 01. Júní 2022. Símanúmer: starfsmanns 865060 Tölvupóstfang starfsmanns: xelent@simnet.is

Lesa meira

Orgelstund og bæn í föstudagshádeginu

Föstudaginn 20.maí í hádeginu frá kl. 12.15- 12.45 verður orgel- og bænastund. Samveran hefst með stuttri bæn og slökun, síðan er leikið á orgelið í 10-15mín og við ljúkum með fyrirbænastund. Fyrirbænarefni má senda til sóknarprests á netfangið solveigk@kirkjan.is eða hringja í síma 464 1317.

Lesa meira

Skírn

Laugardaginn 7.maí var Heiða Ósk skírð. Foreldrar hennar eru Aðalbjörg Birgisdóttir og Hannes Lárus Hjálmarsson. Skírnarvottar voru Kristens Andri Hjálmarsson og Arnþór Haukur Birgisson. Athöfnin fór fram í heimahúsi, á Hellu í Mývatnssveit. Hamingju- og blessunaróskir .

Lesa meira