Húsavíkursókn nær frá Mánárbakka á Tjörnesi vestur til Húsavíkur og upp í Reykjahverfi að Einarsstöðum.

Sunnudagaskóli

Er í Bjarnahúsi kl. 11.00 á sunnudögum yfir veturinn. Hentar vel yngri börnum, frá 2-8 ára. Mikill söngur, biblíusögur, leikir, brúðuleikrit og bænastund. Auglýst er á facebooksíðu Húsavíkurkirkju hvenær sunnudagaskólinn er.

NTT 9 - 12 ára

Er starf fyrir börn í 4-7. bekk, þar eru sagðar biblíusögur, farið í leiki, föndrað og haldnar bænastundir. Starfið fer fram 2 mánuði á haustönn og aftur á vorönn, aðra hverja viku. Nánari tímasetningar eru auglýstar á facebooksíðu Húsavíkurkirkju.

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla fer fram í Bjarnahúsi og er alla jafna á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 15.00

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru á mánudögum yfir vetrartímann og fram á vorið. Bjarnahús er opið foreldrum og ungbörnum þeirra, spjall og notalegheit.

Orgelstund - slökun og bæn

Orgelstund er annan hvern föstudag og auglýst á facebooksíðu kirkjunnar. Hálftíma samvera, slökun, orgeltónar og bænastund.  Fyrirbænaefni má senda á sóknarprest á netfangið solveigk@kirkjan.is

Kirkjukór Húsavíkurkirkju

Er öflugur kór sem syngur við messur og kirkjulegar athafnir. Auk þess heldur kórinn reglulega tónleika t.d. aðventutónleika og vortónleika. Æfingar eru á fimmtudögum í kirkjunni kl. 18.00 -20.00. Organisti og stjórnandi kirkjukórs er Attila Szebik.

Alltaf er pláss fyrir fleiri í kórnum og  velkomið að hafa samband við Attila eða formann kórsins Pétur Helga Pétursson.

Guðþjónustur og helgihald

Guðsþjónustur eru annan hvern sunnudag. Þær eru auglýstar á facebook-síðu kirkjunnar. Töluverð fjölbreytni er í helgihaldi, boðið er upp á þemamessur, fjölskyldumessur auk hinnar hefðbundnu messu.

Helgistundir á Dvalarheimilinu Hvammi eru annan hvern sunnudag kl. 14.00, sóknarprestur og organisti leiða helgistund og á hátíðum syngur Kirkjukór Húsavíkurkirkju við messu þar.

Kirkjubær

Kirkjubær er þjónustuhús Húsavíkursóknar og er staðsett í kirkjugarðinum inn af Baldursbrekku í norðurenda Húsavíkurbæjar. Þar er að finna aðstöðu til þess að geyma tæki og tól sem tilheyra vinnu við kirkjugarðinn.

AA samtökin nýta efri hæð  hússins nær alla virka daga.

Bjarnahús

Er safnaðarheimili Húsavíkursóknar, þar fer daglegt safnaðarstarf fram og er opið mánudag- föstudag frá kl. 9.00 -16.00. Sóknarprestur er þó aðeins við á þri-fös.

Hægt er að leigja húsið undir veislur, afmæli, fundi eða aðra smærri viðburði. Velkomið að hafa samband við kirkjuvörð, 835 1907

Starfsmenn

Sólveig Halla Kristjánsdóttir

Sóknarprestur

Kristján Arnarson / Rosa Millán

Meðhjálpari

Kristján Arnarson / Rosa Millán

Kirkjugarðsvörður

Sigurður Páll Tryggvason

Safnaðarfulltrúi

Huld Hafliðadóttir

Varamaður

Sóknarnefnd

Helga Kristinsdóttir

formaður

Huld Hafliðadóttir

Ritari

Þórsteinunn Rut Sigurðardóttir

Gjaldkeri

Guðný Þóra Þorberg Guðmundsdóttir meðstjórnandi

Frímann Sveinsson varaformaður

Egill Olgeirsson

Guðmundur K Sigríðarson

Varamenn sóknarnefndar

Guðmundur Árni Ólafsson

Elsa Björg Skúladóttir

Ásbjörn Kristinsson

Lilja Skarphéðinsdóttir

Heiðar Hrafn Halldórsson

Stefán B Sigtryggson

Hreiðar Hreiðarsson