Safnaðarstarfið í Húsavíkursókn fram til maíloka.

Deildu þessu:

Hér má sjá yfirlit yfir dagskrá kirkjustarfsins sem nú þegar er ákveðin fram til maíloka. Allt er þó birt með fyrirvara, veikindi og/eða veður og annað getur haft áhrif eins og við þekkjum.  Gott er því að fylgjast með á facebook-síðu kirkjunnar hvort dagskrá fari fram samkvæmt fyrri auglýsingum. Eins og sjá má, er ýmislegt í boði.  En ef  sóknarbörn hafa áhuga/óskir um viðburði sem ekki eru á dagskrá, hvetjum við fólk til þess að setja sig í samband við sr. Sólveig Höllu og ræða málin. Það er alltaf gott að eiga samstarf og betra að koma hugmyndum á framfæri beint við prest eða sóknarnefnd frekar en að kvarta á öðrum vettvangi yfir því að eitthvað sé ekki í boði. Sóknarnefnd og prestur og annað starfsfólk vinnur að því að efla starfið, en ein manneskja getur illa orðið við óskum allra, þess vegna er um að gera að bjóða fram krafta sína og taka þátt í uppbyggingu starfsins þar sem því er viðkomið.  Það sem af er ári, hefur þátttaka verið góð í kirkjustarfinu, hvort sem um er að ræða foreldramorgna, barnastarf eða helgihald, við höldum áfram og starfsfólk, sóknarnefndarfólk og sjálfboðaliðar kirkjunnar hlakka til samverustunda með ykkur öllum og skapa lifandi og uppbyggilegt samfélag.

Febrúar :

Sunnudagur 12. Febrúar:

Kl. 11. 00 Sunnudagaskóli í Bjarnahúsi

Kl. 14.00 Helgistund í  Hvammi . sr. Örnólfur J. Ólafsson

Kl. 20.00 Kvöldmessa, Taizemessa.

Þriðjudagur 14. Febrúar

Kl. 14. 00 TTT starf í Bjarnahúsi

Fimmtudagur 16. Febrúar:

Kl. 11.00 -13.00 Foreldramorgunn. Fræðsluerindi: Fjölskylduvenjur, næring og svefn. Umsjón ljósmæðurnar Hulda Þórey Garðarsdóttir og Aníta Guðjónsdóttir

Sunnudagur 19. Febrúar:

Sunnudagaskóli kl. 11. 00 í Bjarnahúsi – Vinasunnudagaskóli og pylsupartý.

 Þriðjudagur 21. Febrúar

Kl. 14.00 : TTT í Bjarnahúsi

Miðvikudagur 22. Febrúar  Öskudagur

Kirkjan opin og starfsfólk tekur á móti syngjandi börnum

Fimmtudagur 23. Febrúar:

Kl. 11.00-13.00 Foreldramorgunn- opið hús

Kl. 17.00 – 18.00 : Fermingarfræðsla og helgistund með fermingarbörnum og foreldrum þeirra.

Sunnudagur 26. Febrúar

Kl. 11.00 Fjölskyldumessa með Tónasmiðjunni og krakkarnir í TTT koma að undirbúningi .

Kl. 14.00 Helgistund í Hvammi

Þriðjudagur 28.febrúar

Kl. 14.00 : Lokasamvera TTT: Ískaldur leikjafundur

Mars

Fimmtudagur 2.mars

Kl. 11.00-13.00: Foreldramorgunn í Bjarnahúsi. Fræðsla á vegum ljósmæðra: Tengslamyndun, samvera barns og foreldris. Söngur og hreyfing.

Miðvikudagur 8. mars

Kl. 17.00 -18.30: Fermingarfræðsla í Bjarnahúsi

Fimmtudagur 9.mars

Kl. 11.00 -13.00: Foreldramorgunn í Bjarnahúsi

 Sunnudagur 12. mars

Kl. 11. 00 Sunnudagaskóli í Bjarnahúsi – Náttfata og kósýdagur

Kl. 14.00 Helgistund í Hvammi

Kl. 20.00 Kvöldmessa

Fimmtudagur 16.mars

Kl. 11.00-13.00 Foreldramorgunn í Bjarnahúsi: Sjálsfvellíðan mæðra. Umsjón Hulda Þórey Garðarsdóttir og Aníta Guðjónsdóttir

Sunnudagur 19.mars

Kl. 11.00 Sunnudagaskóli í Bjarnahúsi

Miðvikudagur 22.mars – fimmtudagur 23. mars : Viðtöl við fermingarbörn

Fimmtudagur 23. mars

Kl.11.00 Foreldramorgunn í Bjarnahúsi- Opið hús.

Sunnudagur 26.mars

Kl. 11.00: Guðsþjónusta. Prestur sr. Þorgrímur Daníelsson

Kl. 11.00 Sunnudagaskóli í Bjarnahúsi

Kl. 14. 00 Helgistund í Hvammi. Sr. Þorgrímur Daníelsson

Fimmtudagur 30.apríl

Kl. 11.00 -13.00 Foreldramorgunn  í Bjarnahúsi

Apríl

Pálmasunnudagur 2.apríl

Kl. 11.00 Sunnudagaskóli  – páskasagan og páskaeggjaleit í kirkjunni

Skírdagur 6.apríl

Kl. 11. 00 Fermingarmessa

Kl. 20.00 : Helgistund í kirkjunni – altarið afskrýtt

Föstudagurinn langi 7.apríl

Kl. 20.00 Kyrrðarstund við krossinn.

Páskadagur 9. apríl

Kl. 11.00 Hátíðarmessa

Helgistund í Skógarbrekkur og Helgistund í Hvammi – tímasetning auglýst síðar.

Föstudagur 14.apríl – ATHUGIÐ breyttur tími

Kl. 11. 00 : Foreldramorgunn í Bjarnahúsi – Krílasálmanámskeið með Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur organista í Akureyrarkirkju

Föstudagur 21. apríl

Kl. 12.15-12.45 : Kyrrðarstund í hádeginu

Sunnudagur 23. apríl

Kl. 14.00 Helgistund í Hvammi. Prestur sr. Örnólfur J. Ólafsson

Fimmtudagur 27.apríl

Kl. 11.00 – 13.00 Foreldramorgunn í Bjarnahúsi

Sunnudagur 30. apríl

Kl. 11.00 Fermingarmessa

Maí

Sunnudagur 7.maí

Kl. 14.00 Helgistund í Hvammi

Föstudagur 12. maí

Kl. 12. 15. Kyrrðarstund í hádeginu

Fimmtudagur 18.maí: Uppstigningardagur og Dagur aldraðra

Hátíðarmessa – tími auglýstur síðar.

Sunnudagur 21. maí

Kl. 14.00 Helgistund í Hvammi. Prestur sr. Örnólfur J. Ólafsson

Hvítasunnudagur 28. maí

Kl. 11. 00 Hátíðarmessa og ferming