Safnaðarstarf
Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn er á sunnudögum í Bjarnahúsi. Hann er nánar auglýstur á samskiptamiðlum og í Skránni.
Fermingarstarf
Sóknarprestur hefur haft fermingarstörfin með höndum. Að jafnaði fer fræðslan fram í Bjarnahúsi einu sinni í viku yfir veturinn og börnin taka jafnframt virkan þátt í helgihaldi safnaðarins á þessum tíma.
Æskulýðsfélag Húsavíkurkirkju
Æskulýðsfélag Húsavíkurkirkju hélt uppi öflugu starfi veturlangt um nokkurra ára skeið fyrir margt löngu en starfið liggur niðri um þessar mundir. Gaman væri nú ef unnt væri að endurvekja það með tilstyrk nokkurra aðila sem áhuga hefðu á æskulýðsstarfi. Megi Guð láta gott á vita í þessum efnum í náinni framtíð. Til eru gamlar myndir frá æskulýðsstarfi Húsavíkurkirkju á liðnum áratugum sem varðveittar eru í Bjarnahúsi.
Kirkjukór
Kirkjukór Húsavíkur telur um 40 manns. Organisti og stjórnandi er Ilona Laido. Kirkjukórinn hefur sungið á gleði og sorgarstundum sóknarbarna í meira en sex áratugi. Kirkjukórinn hefur farið í messuheimsóknir víða um land og sungið árlega aðventu-og vontónleika. Sóknarnefnd styrkir kórinn árlega