Merkur dagur í lífi safnaðarins verður 1. sunnudag í aðventu, 29. nóvember en þá verður safnaðarheimlið Bjarnahús vígt að lokinni Biskupsmessu í kirkjunni sem hefst kl. 11 fyrir hádegi. Hólabiskup Jón Aðalsteinn Baldvinsson prédikar og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Í upphafi messunnar verður hátíðaraltarisklæði helgað sem kirkjan fól Oddnýju Magnúsdóttur þjóðfræðing að vefa í minningu Sigurðar Péturs Björnssonar. Að lokinni messu ganga kirkjugestir til Bjarnahús þar sem safnaðarheimilið verður helgað af Hólabiskupi. Sóknarnefnd býður gestum að þiggja veitingar í Bjarnahúsi sem verður opið til kl. 17. Biskup vísiterar söfnuðinn í leiðinni. Hann óskar sérstaklega eftir að fá að ræða við sóknarbörn á þessum degi í Bjarnahúsi. Sóknarbörn eru hvött til að láta þennan viðburð ekki framhjá sér fara og fjölmenna. Prentuð verður messuskrá sem ýmsum þætti fengur að varðveita þegar fram líða stundir.
Hólabiskup vísiterar söfnuðinn.