Saðning til líkama og sálar

Deildu þessu:

Sóknarnefnd Húsavíkursóknar býður kirkjugestum að þiggja veitingar í Bjarnahúsi að lokinni guðsþjónustu á morgun, 10 mars sem hefst kl. 14.00. Hvernig væri að þiggja saðningu til líkama og sálar á morgun? En Jesús segir í guðspjallii þessa sunnudags: ,,Ég er brauð lífsins. ”

Sunnudagaskólinn er á sínum stað í Bjarnahúsi kl. 11 í fyrramálið.  Börnunum þykir gaman í sunnudagaskólanum sem er fjölsóttur.  Áður en stundin hefst er diskur með Hafdísi og Klemma spilaður fyrir börnin.