Ræða sóknarprests í messu á Sjómannadag

Deildu þessu:

Fámennt var við guðsþjónustu á Sjómannadag í Húsavíkurkirkju líkt og undanfarin ár. Sóknarpresti þótti vænt um að sjá þá sem sóttu messuna en saknaði að sjá ekki fleiri sjómenn í guðsþjónustunni. Sóknarprestur lagði töluverða vinnu í ræðu sína að þessu sinni sem er hér að finna. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé rétt á næsta ári að efna til helgistundar á laugardeginum fyrir sjómannadag fyrir neðan bakkann, syngja þar við harmonikkuleik, hlýða á guðs orð og hugvekju kennimanns og láta þar við sitja.  Þá yrði ekki sungin messa í kirkjunni á sjómannadaginn sjálfan né lagður blómsveigur að minnisvarðanum með formlegum hætti.