Prestastefna á Húsavík í apríl

Deildu þessu:

Prestastefna 2007 verður haldin á Húsavík dagana 24-26 apríl á Fosshótel Húsavík. Prestastefnan verður sett með messu í Húsavíkurkirkju kl 19 að kvöldi þriðjudags. Prestar /djáknar og biskupar ganga í skrúðfylkingu til kirkju um sjö leytið. Sveitarstjórn Norðurþings verður með móttöku í sjóminjasafninu kl. 20.30. Fundahöld standa síðan yfir fram á fimmtudag. Aðal mál stefnunnar að þessu sinni er álit kenninganefndar um Þjóðkirkjuna og staðfesta samvist.