Foreldrum leikskólabarna býðst nú að fá send myndskilaboð einu sinni í viku frá Sunnudagaskólanum. Efnið inniheldur skilaboð um biblíusöguna sem kennd verður börnum í næsta sunnudagaskóla. Þau eru lík þessum: http://www.kirkjan.is/node/9532 Sunnudagaskólinn er á hverjum sunnudegi í Húsavíkurkirkju kl. 14, fyrst í stað. Í skólanum eru sungnir hreyfisöngvar, hlustað á biblíusögu og börnin fá að lifa sig inn í söguna í leik. Þau eru hvött til að taka bangsa með sér í sunnudagaskólann. Þar tekur kirkjubangsinn vel á móti þeim ásamt starfsfólki skólans.