Poppmessa á búninga- og æskulýðsdegi kirkjunnar

Deildu þessu:

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er yfirleitt haldinn fyrsta sunnudag í mars. Við í Húsavíkurkirkju fögnum honum fyrr að þessu sinni og í tilefni þess verður poppmessa þar sem hæfileikarík ungmenni frá Tónasmiðjunni og aðrir sjálfboðaliðar þar munu sjá um tónlistina. En Sunnudagagskólalögin verða líka sungin og biblíusaga dagsins sögð. Síðan eru bænastöðvar og krakkar úr TTT starfinu hafa útbúið Bænatré auk þess sem þau máluðu dúka og myndir sem skreyta kirkjuna. Nokkrir krakkar aðstoða líka við lestur og leik.

Góð stund til að gleðjast í trúnni, efla samhug og biðja saman fyrir hvert öðru.  Við hvetjum kirkjugesti, unga og aldna til að mæta í búning.