Pílagrímsganga á Mærudögum

Deildu þessu:

Sóknarprestur, sr. Sighvatur Karlsson leiðir pílagrímsgöngu um skógarreitinn fyrir ofan bæinn og kringum Botnsvatn laugardaginn 28. júlí. Gangan hefst í Húsavíkurkirkju kl. 09.00 og henni lýkur í kirkjunni kl. 13.00. Á leiðinni verður staldrað við á völdum stöðum. Þátttakendur hvattir til að taka með sér nesti og góða skó.  Þetta er liður í Mærudögum.